Upplýsingum úr Afladagbók er miðlað til útgerðar í rauntíma auk aðgangs að sögulegum gögnum fyrir frekar greiningu og hagræðingu. Kerfið um borð skráir sjálfkrafa staðsetningar, siglda vegalengd og hraða, ásamt veiðum og afla. Þessar upplýsingar eru sendar í miðlægt kerfi sem veitir notendum aðgang að þeim jafnóðum.
Upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum vefviðmót þar sem hver notandi hefur sitt eigin aðgang og lykilorð. Viðmótið er einnig hannað fyrir snjallsíma og auðvelt er að fá yfirlit veiða beint í símann.
Einnig geta skráðir notendur fengið sendan tölvupóst með stöðu og yfirliti veiða og ráðstöfun afla.
- Núverandi staða allra skipa á einu blaði
- Afli um borð og afli gærdagsins
- Mælaborð sýnir afla, landanir, siglda vegalend og afla á togtíma
- Samatekt afla margra skipa yfir valið tímabil
- Staðsetningar allra kasta, valið eftir skipum og fisktegundum
- Sýnir yfirlit veiðiferða ásamt afla og staðsetningum
- Fyrir hverja veiðferð er hægt að sjá feril, köst og tog eða drætti á korti
- Ýtarlegt yfirlit hola með afla, togtíma og staðsetningum
- Aðgangur að öllum eldri veiðiferðum
- Hægt að sjá siglingarferil á korti yfir valið tímabil
- Graf með siglingarhraða yfir valið tímabil
- Sigld vegalend og meðalhraði skipt niður í fasa veiðiferðar
- Greining á útstími, togi, millistími og heimstími