Frystiskip

Fáðu tilboð núna

Hverjar eru ykkar þarfir í skráningu og miðlun gagna? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Afurðaskráning

Boðið er upp á sérstakt skráningarviðmót um borð fyrir frystiskip, ásamt miðlun upplýsinga til útgerðar.

Haldið utan um afurðaskráningar, afurðalista, verð, vinnslugerðir og umbúðir. Einnig er haldið utan um nýtingarprufur fyrir hverja vinnslugerð og skýrslur til Fiskistofu og löndunarhafnar.

Vinnsluskráning – skráningar frá vinnsludekki

Til að fækka tvískráningum er hægt að setja upp útstöðvar á vinnsludekki. Með því móti er einnig hægt að setja upp tengingar við önnur kerfi um borð, svo sem límmiðaprentun eða olíumælikerfi.

 • Tækjabók er skráningarviðmót til að skrá kassa í frystitæki
 • Upplýsingar koma fram jafnóðum upp í brú
 • Haldið utan um pönnufjölda og frystitíma í hverju tæki
 • Yfirlitsmynd sýnir stöðu allra tækja
 • Upplýsingar fylgja með framleiðsluskráningum fyrir aukinn rekjanleika
 • Skýrslur til að skoða eldri tækjaskráningar
 • Skráningar á nýtingarprufum
 • Sýnir stöðu nýtingaprufa og hvort að prufur vantar
 • Heldur utan um vinnslunýtingu fyrir hverja vinnslugerð
 •  Reiknar magn upp í sjó miðað við gefna vinnslunýtingu
 • Skilar skýrlsum til Fiskistofu og löndunarhafnar
 • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
 • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
 • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
 • Hægt að hengja rekjanleikaþætti á skjöl, eins og hol, afurð eða skoðunamann
 • Listi með öllum áhafnameðlimum og stöðugildum
 • Áhafnir og vaktir
 • Auðvelt að velja heila vakt, eða skipsverja inn í áhöfn veiðiferðar
 • Geymir áhafnasögu og stöðugildi fyrri veiðiferða
 • Heldur utan um gildistíma atvinnuskírteini og sýnir stöðu þeirra
 • Áhafnalisti veiðiferðar aðgengilegur í vefviðmóti
 • Sýnir aflaskiptingu, kassafjölda, framleiðslu og verðmæti.
 • Sýnir viðbótarþætti, eins og meðalstærð, stærðarflokkaskiptingu og vinnslunýtingu
 • Afli á hol, veiðidag og heildarafli veiðferðar
 • Veiðarfæri, togtími, afli á togtíma
 • Áhafnarlisti
 • Skýrslur sem sýna afla, afurðir og verðmæti
 • Gæðaskjöl sem skráð hafa verið með veiðiferð eru birt í viðmóti

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Vísir hlaut Þekkingarverðlaunin 2018

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. hlaut Íslensku þekkingarverðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í ár. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt...

read more

Hafsýnar molar – febrúar 2018

Nokkrar nýjungar hafa bæst við í Hafsýnar viðmótinu sem við viljum benda ykkur á. Kortastillingar Hægt er að velja nokkrar mismunandi gerðir af grunnkortum með því að smella á Breyta sýn, hægra megin yfir korti. Einnig er hægt að velja viðbætur eins og Dýptarkort og...

read more