Í flestum rafrænum afladagbókum er notað Gmail tölvupóstfang fyrir sendingar á Fiskistofu. Ástæða þess er að Gmail þjónustan hefur reynst vel í gegnum árin og er endurgjaldslaus.

Google hefur hins vegar tilkynnt að vegna aukinna öryggiskrafna er nauðsynlegt að gera breytingar á tengingu við tölvupóstinn og skipta um aðgangslykil Afladagbókarinnar við Gmail.

Starfsmenn Trackwell Hafsýnar hafa þegar uppfært hluta af flotanum, en nauðsynlegt er að framkvæma þessa uppfærslu fyrir lok júní 2020, til þess að tryggja að pósturinn berist.

Einfaldast er að uppfæra um borð með því að tengjast tölvunni í gegnum fjarvinnsluforritið TeamViewer.

Tæknimenn Trackwell Hafsýnar eru til taks alla virka daga frá kl. 08.30 til 16.30. Uppfærslan tekur með öllu innan við eina klukkustund og við munum einnig fara yfir kerfið um borð og tryggja að afrit sé til af öllum stillingum.

Hægt er að óska eftir uppfærslu með því að hringja í síma 510 0600 eða senda tölvupóst á hafsyn@trackwell.is

Hér er hægt er að sækja Teamviewer fjarvinnsluforritið: www.teamviewer.com

Upplýsingar um uppfærðar öryggiskröfur í Gmail:

https://support.google.com/accounts/answer/185833?hl=en

https://www.androidcentral.com/google-blocking-access-less-secure-apps-protect-g-suite-users

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by ​