Um næstu áramót verður Hafsýn þjónustunni skipt upp í tvær áskriftarleiðir. Áskriftarleið minni er fyrir minnstu fyrirtækin og einyrkja en áskriftarleið stærri er fyrir útgerðir sem nýta núverandi virkni, auk viðbóta.

  • Áskriftarleið stærri: innifelur allar núverandi síður í kerfinu, ásamt sjálfvirkum tölvupóstsendingum með aflayfirliti til þeirra starfsmanna sem óskað er.
  • Áskriftarleið minni: Rauntímastaðsetningar á korti, eldri staðsetningar skipa, ásamt skýrslum. Aðgangur að Aflakorti er ekki innifalinn og ekki er boðið upp á sjálfvirkar tölvupóstsendingar til starfsmanna.

Nýjungar í desember: 

Endurbætur í mobile: Hafsýn virkar nú betur fyrir farsíma og mögulegt er að velja undir Notendastillingar að láta rauntímakort ná yfir allan skjáinn.

Undir Floti Aflakort: Nú er nú mögulegt að velja skip og tímabil og tímabil innan ársins og kalla fram köst á korti. Þar er einnig hægt að velja svæði á korti með músinni og kalla fram upplýsingar kasta og sjá grafískt yfirlit afla yfir valið tímabil.

Hægt er að sía eftir skipum, veiðarfærum, sóknartegund og fisktegund og setja inn lágmarksafla í kasti og sjá breytingar jafnóðum á korti. Þannig er t.d. auðvelt að finna og birta öll köst sem gáfu meira en 10 tonn af ufsa í janúarmánuði. Hjá þeim viðskiptavinum sem skrá stærðarflokkun er einnig mögulegt að sjá stærðardreifingu tegunda á gröfum, eftir ofantöldum leitarskilyrðum.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir