Hafsýn

Skráningar og miðlun upplýsinga á veiðum og vinnslu um borð

 

  • Einfaldari skráningar og miðlun upplýsinga
  • Aðgangur gagna í rauntíma
  • Útgerðin varðveitir alla veiðisögu fyrir frekari greiningu

Ávinningur notenda

Hafsýn er upplýsingakerfi sem auðveldar ákvarðanatöku um framhald veiða

 

  • Sparar tíma fyrir skipstjórnendur
  • Upplýsingar um veiðar í rauntíma
  • Góð yfirsýn að veiðisögu og greining frávika

Hafsýn Skráningarlausnir fyrir fiskiskip

Hafsýn er heildarlausn fyrir skráningar á veiðum og vinnslu um borð. Sérstök skráningarviðmót eru í boði fyrir ísfiskskip, uppsjávarskip og frystiskip.

Ávinningur Notendur Hafsýnar

Skipstjórnendur

Skipstjóri heldur utan um allar skráningar á veiðum og vinnslu á einum stað. Auðvelt aðgengi að upplýsingum fyrir upplýstari ákvörðun um framhald veiða. Einföldun á skráningum og fækkun tvískráninga. Miðlun upplýsinga til útgerðar og yfirvalda verður skilvirkari.

Útgerð

Útgerðastjóri í landi fær yfirlit í rauntíma um lykilþætti um veiðar og vinnslu sem auðveldar við að reka skipaflotann á sem hagkvæmastan hátt. Einfalt aðgengi upplýsinga sparar vinnu og eykur skilvirkni.

Vinnsla

Vinnslustjórar í landi fá upplýsingar um aflamagn og tegundasamsetningu, dagalista og upplýsingar um meðalstærð og gæði. Auðveldar ráðstöfun afla og skipulagingu vinnslu.

Sala

Sölustjórar fá fyrr upplýsingar um framleiðslu skipa sem gefur kost á að hefja söluferli fyrr og hámarka virði afurða. Betri rekjanleiki auðveldar sölustarf og bætir ímynd fyrirtækis um ábyrgar fiskveiðar.

Gæðamál

Gæðastjórar nýta tengingu gæðaskráninga við afla og vinnslu. Einfaldar aðgengi að gæðaprufum og öðrum gæðaskjölum sem tengjast viðkomandi veiðiferð. Sparar vinnu og fækkar tvískráningingum.

Yfirstjórn

Yfirstjórnendur fá samantekt á lykilþáttum veiða, siglingarúthaldi og framlegð. Hægt er að skoða samanburð margvíslegra þátta sem auðeldar að greina frávik og bætir möguleika á hagræðingu.

vitnisburður Umsagnir Viðskiptavina

Við höfum notað Trackwell sjávarútvegslausnir með góðum árangri. Það einfaldar og sparar vinnu við aflaskráningu og aðstoðar við skipulagningu veiða og vinnslu.

Guðjón Þorbjörnsson, Vísir hf.

Hafsýnar-viðmótið nýtist okkur vel til að fylgjast með afla skipanna og auðveldar ákvarðanir um ráðstöfun hráefnis

Flotastjóri HB Grandi

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Vísir hlaut Þekkingarverðlaunin 2018

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. hlaut Íslensku þekkingarverðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í ár. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt...

read more

Hafsýnar molar – febrúar 2018

Nokkrar nýjungar hafa bæst við í Hafsýnar viðmótinu sem við viljum benda ykkur á. Kortastillingar Hægt er að velja nokkrar mismunandi gerðir af grunnkortum með því að smella á Breyta sýn, hægra megin yfir korti. Einnig er hægt að velja viðbætur eins og Dýptarkort og...

read more