Aflaskráning

Aukin hagkvæmni veiða

Við bjóðum upp á lausnir við miðlun upplýsinga um veiðar, úthald og afkomu veiðiferða.
Viðskiptavinir okkar eru framsækin og kröfuhörð útgerðafyrirtæki sem vilja ávallt hafa nýjar og réttar upplýsingar til að bæta rekstur og auka skilvirkni.

Hvað við getum gert fyrir þig?

Viltu geta fylgst með afkomu veiðanna í rauntíma?

Viltu auka gæði skráninga um sjálfbærni og rekjanleika?

Viltu fá betri yfirsýn yfir gæði og ráðstöfun afla?

Afkoma veiðiferða

Hafsýn heldur utan um afla, afurðir, verðmæti og úthald veiða. Hægt er að tengja kerfið við önnur kerfi um borð, eins og olíumæla og togvindukerfi og fá þannig ítarlegar upplýsingar um kostnað og beitingu veiðarfæra.

 

  • Aflaverðmæti
  • Úthald
  • Olíunotkun
i

Sjálfbærni og umhverfi

Hafsýn uppfyllir kröfur fiskveiðiyfirvalda um rafræn skil á afla. Kerfið getur einnig skilað upplýsingum sjálfkrafa inn í birgða- og framleiðslukerfi útgerða sem fyrsta hlekk virðisaukakeðjunnar. Auðvelt er að sækja upplýsingar um veiðisögu til vottunaraðila.

 

  • Lögfylgni
  • Rekjanleiki
  • Umhverfisvottun
f

Gæði og ráðstöfun afla

Í boði eru sérstök skráningarform fyrir karaskráningar, kælitanka og kassaskráningar og vinnslunýtingu fyrir frystiskip. Haldið er utan um gæðaskráningar og gæðaskjöl. Einnig er hægt að sækja upplýsingar frá öðrum kerfum um borð, eins og stærðarflokkun og afurðaskráningar.

 

  • Gæðaeftirlit
  • Skráning á ráðstöfun afla
  • Tenging við vinnslukerfi um borð
Notendur Hafsýnar

Útgerð

Útgerðastjóri í landi fær yfirlit í rauntíma um lykilþætti um veiðar og vinnslu sem auðveldar við að reka skipaflotann á sem hagkvæmastan hátt. Einfalt aðgengi upplýsinga sparar vinnu og eykur skilvirkni.

Skipstjórnendur

Skipstjóri heldur utan um allar skráningar á veiðum og vinnslu á einum stað. Auðvelt aðgengi að upplýsingum fyrir upplýstari ákvörðun um framhald veiða. Einföldun á skráningum og fækkun tvískráninga. Miðlun upplýsinga til útgerðar og yfirvalda verður skilvirkari.

Vinnsla

Vinnslustjórar í landi fá upplýsingar um aflamagn og tegundasamsetningu, dagalista og upplýsingar um meðalstærð og gæði. Auðveldar ráðstöfun afla og skipulagingu vinnslu.

Sala

Sölustjórar fá fyrr upplýsingar um framleiðslu skipa sem gefur kost á að hefja söluferli fyrr og hámarka virði afurða. Betri rekjanleiki auðveldar sölustarf og bætir ímynd fyrirtækis um ábyrgar fiskveiðar.

Gæðamál

Gæðastjórar nýta tengingu gæðaskráninga við afla og vinnslu. Einfaldar aðgengi að gæðaprufum og öðrum gæðaskjölum sem tengjast viðkomandi veiðiferð. Sparar vinnu og fækkar tvískráningingum.

Yfirstjórn

Yfirstjórnendur fá samantekt á lykilþáttum veiða, siglingarúthaldi og framlegð. Hægt er að skoða samanburð margvíslegra þátta sem auðeldar að greina frávik og bætir möguleika á hagræðingu.

UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

Við höfum notað Hafsýn sjávarútvegslausnir með góðum árangri. Það einfaldar og sparar vinnu við aflaskráningu og aðstoðar við skipulagningu veiða og vinnslu.

Guðjón Þorbjörnsson

Vísir hf

Við leggjum mikla áherslu á að veita stöðugt framboð af hágæðavöru, hámarka virði hráefnisins og stunda ábyrgar fiskveiðar. Hafsýn er eitt af þeim verkfærum sem við notum daglega og gerir útgerð og vinnslu kleift að fylgjast með og stýra veiðunum til þess að ná þessum markmiðum.

Hrannar Jón Emilsson

Útgerðastjóri línuskipa, Þorbjörn hf

Brim á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess.

Hafsýnar-viðmótið nýtist okkur vel til að fylgjast með afla skipanna og auðveldar ákvarðanir um ráðstöfun hráefnis

Birkir Hrannar Hjálmarsson

Útgerðarstjóri togara, Brim hf

Breytingar á reglugerð um rafrænar afladagbækur

Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í apríl sl. og með fresti til 1. september 2020 þarf að ljúka rafrænni aflaskráningu og senda gögn til Fiskistofu áður en lagst er að bryggju að lokinni veiðiferð. Núverandi útgáfa Trackwell afladagbókar uppfyllir nýju...

Uppfærsla á póststillingum afladagbókar

Í flestum rafrænum afladagbókum er notað Gmail tölvupóstfang fyrir sendingar á Fiskistofu. Ástæða þess er að Gmail þjónustan hefur reynst vel í gegnum árin og er endurgjaldslaus. Google hefur hins vegar tilkynnt að vegna aukinna öryggiskrafna er nauðsynlegt að gera...

Bestun veiðiferða með Optigear

Optigear, nýtt gagnasöfnunarkerfi er afrakstur samstarfs Naust Marine og Trackwell. Optigear eykur hagkvæmni togveiða með bættu aðgengi upplýsinga um rauntímastöðu og greiningu sögulegra gagna frá togveiðibúnaði, ytri aðstæðum og beitingu skips.  Hafrannsóknastofnun,...

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by ​