Uppsjávarskip

Fáðu tilboð núna

Hverjar eru ykkar þarfir í skráningu og miðlun gagna? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Afurðaskráning

Boðið er upp á sérstakt skráningarviðmót um borð fyrir uppsjávarskip, ásamt miðlun upplýsinga til útgerðar.

Haldið utan um ráðstöfun í kælitanka (RSW), meðalstærð, verðmæti og gæðaþætti.

Vinnsluskráning – skráningar frá vinnsludekki

Til að fækka tvískráningum og auka skilvirkni er hægt að setja upp útstöðvar á vinnsludekki.
Þar er hægt að skrá ráðstöfun í kælitanka, skrá gæðaþætti, eins og átu og lesa inn önnur gæðaskjöl eða myndir sem flytjast sjálfkrafa yfir í vefviðmót notenda í landi.
Einnig hægt að setja upp tengingar við önnur kerfi um borð, svo sem olíumælikerfi.

 • Skráning á ráðstöfuðu magni í kælitanka fyrir hvert kast
 • Skráningarviðmót sýnir uppsetningu kælitanka og ráðstafað magn
 • Skránining á viðbótarþáttum, eins og meðalstærð, átu, rauðátu og hrygnuhlutfalli
 • Hægt að setja inn stæðarskiptingu fyrir hvert kast
 • Sýnir ráðstöfun tanka úr fyrri veiðiferðum
 • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
 • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
 • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
 • Hægt að hengja rekjanleikaþætti á skjöl, eins og hol, afurð eða skoðunamann
 • Listi með öllum áhafnameðlimum og stöðugildum
 • Áhafnir og vaktir
 • Auðvelt að velja heila vakt, eða skipsverja inn í áhöfn veiðiferðar
 • Geymir áhafnasögu og stöðugildi fyrri veiðiferða
 • Heldur utan um gildistíma atvinnuskírteini og sýnir stöðu þeirra
 • Áhafnalisti veiðiferðar aðgengilegur í vefviðmóti
 • Sýnir afla, verðmæti og gæðaþætti
 • Sérstök tankaskýrsla sýnir samsetningu í hverjum kælitanki
 • Sýnir viðbótarþætti, eins og meðalstærð, átu, rauðátu og hrygnuhlutfall
 • Afli á hol eða kast, veiðidag og heildarafli veiðferðar
 • Veiðarfæri, togtími, afli á togtíma
 • Áhafnarlisti
 • Gæðaskjöl sem skráð hafa verið með veiðiferð eru birt í viðmóti

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Baffin Fisheries með Hafsýn

Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries. Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð. Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019... Lesa meira

Velkomin á Hafsýnar básinn í Smáranum

Trackwell mun kynna Hafsýn á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. september. Á sýningunni verður megináhersla lögð á að kynna nýjungar í Hafsýn sem nýtast skipstjórnendum. Þar á meðal nýtt viðmót þar sem auðvelt er að fletta upp eldri köstum og skoða ítarlegar upplýsingar um afla, veiðarfæri, togferil og umhverfisþætti. Trackwell... Lesa meira

Trackwell með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Að þessu sinni mun Steingrímur Gunnarsson vörustjóri Hafsýn halda erindi í málstofunni “Tæknibreytingar við fiskveiðar og fiskleit” Heiti erindisins er “Hvernig er hægt að nýta skráningar frá Afladagbókum við skipulag veiða?”. Það er haldið í Málstofu C1, kl. 13.00 þann... Lesa meira