Miðlun aflaskráninga

Fáðu tilboð núna

Hverjar eru ykkar þarfir í skráningu og miðlun gagna? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Upplýsingum úr Afladagbók er miðlað til útgerðar í rauntíma auk aðgangs að sögulegum gögnum fyrir frekar greiningu og hagræðingu. Kerfið um borð skráir sjálfkrafa staðsetningar, siglda vegalengd og hraða, ásamt veiðum og afla. Þessar upplýsingar eru sendar í miðlægt kerfi sem veitir notendum aðgang að þeim jafnóðum.

Upplýsingar eru aðgengilegar í gegnum vefviðmót þar sem hver notandi hefur sitt eigin aðgang og lykilorð. Viðmótið er einnig hannað fyrir snjallsíma og auðvelt er að fá yfirlit veiða beint í símann.

Einnig geta skráðir notendur fengið sendan tölvupóst með stöðu og yfirliti veiða og ráðstöfun afla.

 • Núverandi staða allra skipa á einu blaði
 • Afli um borð og afli gærdagsins
 • Mælaborð sýnir afla, landanir, siglda vegalend og afla á togtíma
 • Samatekt afla margra skipa yfir valið tímabil
 • Staðsetningar allra kasta, valið eftir skipum og fisktegundum
 • Sýnir yfirlit veiðiferða ásamt afla og staðsetningum
 • Fyrir hverja veiðferð er hægt að sjá feril, köst og tog eða drætti á korti
 • Ýtarlegt yfirlit hola með afla, togtíma og staðsetningum
 • Aðgangur að öllum eldri veiðiferðum
 • Hægt að sjá siglingarferil á korti yfir valið tímabil
 • Graf með siglingarhraða yfir valið tímabil
 • Sigld vegalend og meðalhraði skipt niður í fasa veiðiferðar
 • Greining á útstími, togi, millistími og heimstími

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Baffin Fisheries með Hafsýn

Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries. Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð. Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019... Lesa meira

Velkomin á Hafsýnar básinn í Smáranum

Trackwell mun kynna Hafsýn á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. september. Á sýningunni verður megináhersla lögð á að kynna nýjungar í Hafsýn sem nýtast skipstjórnendum. Þar á meðal nýtt viðmót þar sem auðvelt er að fletta upp eldri köstum og skoða ítarlegar upplýsingar um afla, veiðarfæri, togferil og umhverfisþætti. Trackwell... Lesa meira

Trackwell með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Að þessu sinni mun Steingrímur Gunnarsson vörustjóri Hafsýn halda erindi í málstofunni “Tæknibreytingar við fiskveiðar og fiskleit” Heiti erindisins er “Hvernig er hægt að nýta skráningar frá Afladagbókum við skipulag veiða?”. Það er haldið í Málstofu C1, kl. 13.00 þann... Lesa meira