Frystiskip

Fáðu tilboð núna

Hverjar eru ykkar þarfir í skráningu og miðlun gagna? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Afurðaskráning

Boðið er upp á sérstakt skráningarviðmót um borð fyrir frystiskip, ásamt miðlun upplýsinga til útgerðar.

Haldið utan um afurðaskráningar, afurðalista, verð, vinnslugerðir og umbúðir. Einnig er haldið utan um nýtingarprufur fyrir hverja vinnslugerð og skýrslur til Fiskistofu og löndunarhafnar.

Vinnsluskráning – skráningar frá vinnsludekki

Til að fækka tvískráningum er hægt að setja upp útstöðvar á vinnsludekki. Með því móti er einnig hægt að setja upp tengingar við önnur kerfi um borð, svo sem límmiðaprentun eða olíumælikerfi.

 • Tækjabók er skráningarviðmót til að skrá kassa í frystitæki
 • Upplýsingar koma fram jafnóðum upp í brú
 • Haldið utan um pönnufjölda og frystitíma í hverju tæki
 • Yfirlitsmynd sýnir stöðu allra tækja
 • Upplýsingar fylgja með framleiðsluskráningum fyrir aukinn rekjanleika
 • Skýrslur til að skoða eldri tækjaskráningar
 • Skráningar á nýtingarprufum
 • Sýnir stöðu nýtingaprufa og hvort að prufur vantar
 • Heldur utan um vinnslunýtingu fyrir hverja vinnslugerð
 •  Reiknar magn upp í sjó miðað við gefna vinnslunýtingu
 • Skilar skýrlsum til Fiskistofu og löndunarhafnar
 • Innlestur á sýnatökuprufum eða ljósmyndum
 • Skjölin eru skráð með veiðiferð og birtast í vefviðmóti
 • Haldið utan um lista á sendum gæðaskjölum
 • Hægt að hengja rekjanleikaþætti á skjöl, eins og hol, afurð eða skoðunamann
 • Listi með öllum áhafnameðlimum og stöðugildum
 • Áhafnir og vaktir
 • Auðvelt að velja heila vakt, eða skipsverja inn í áhöfn veiðiferðar
 • Geymir áhafnasögu og stöðugildi fyrri veiðiferða
 • Heldur utan um gildistíma atvinnuskírteini og sýnir stöðu þeirra
 • Áhafnalisti veiðiferðar aðgengilegur í vefviðmóti
 • Sýnir aflaskiptingu, kassafjölda, framleiðslu og verðmæti.
 • Sýnir viðbótarþætti, eins og meðalstærð, stærðarflokkaskiptingu og vinnslunýtingu
 • Afli á hol, veiðidag og heildarafli veiðferðar
 • Veiðarfæri, togtími, afli á togtíma
 • Áhafnarlisti
 • Skýrslur sem sýna afla, afurðir og verðmæti
 • Gæðaskjöl sem skráð hafa verið með veiðiferð eru birt í viðmóti

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Baffin Fisheries með Hafsýn

Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries. Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð. Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019... Lesa meira

Velkomin á Hafsýnar básinn í Smáranum

Trackwell mun kynna Hafsýn á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. september. Á sýningunni verður megináhersla lögð á að kynna nýjungar í Hafsýn sem nýtast skipstjórnendum. Þar á meðal nýtt viðmót þar sem auðvelt er að fletta upp eldri köstum og skoða ítarlegar upplýsingar um afla, veiðarfæri, togferil og umhverfisþætti. Trackwell... Lesa meira

Trackwell með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Að þessu sinni mun Steingrímur Gunnarsson vörustjóri Hafsýn halda erindi í málstofunni “Tæknibreytingar við fiskveiðar og fiskleit” Heiti erindisins er “Hvernig er hægt að nýta skráningar frá Afladagbókum við skipulag veiða?”. Það er haldið í Málstofu C1, kl. 13.00 þann... Lesa meira