Notendur og ávinningur

Fáðu tilboð

Hverjar eru ykkar þarfir? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð
Undanfarin ár hafa auknar kröfur verið gerðar til skipstjórnarmanna um skráningar gagna um borð í fiskiskipum. Skráningar geta verið tímafrekar og oft þarf jafnvel að skrá sömu upplýsingarnar á mörgum mismunandi stöðum. Mikil ávinningur felst í því að halda utan um slíkar skráningar í einu kerfi fyrir skipstjóra, útgerð, vinnslu, sölu og fiskveiðiyfirvöld. Einnig er hægt að samtengja gögnin við upplýsingar frá öðrum kerfum um borð. Með þessu móti fækkar tvískráningum, verðmæti upplýsinganna verður meira og þær verða aðgengilegri öllum hagsmunaðilum.

Hafsýn býður upp á lausnir á skráningu og miðlun upplýsinga fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Hafsýn nýtist bæði skipstjórnarmönnum, útgerð og vinnslu í landi.

Skráning og miðlun upplýsinga um veiði og vinnslu

Skipstjóri fær gott yfirlit um stöðu og sögu fyrri veiðiferða. Sérstök skráningarviðmót eru í boði fyrir ísfiskskip, uppsjávarskip og frystiskip. Einnig eru innbyggðar lausnir fyrir skil til íslenskra og erlenda fiskveiðiyfirvalda.

Einfalt aðgengi fyrir notendur í rauntíma

Hafsýn skilar ítarlegum upplýsingum um borð og upplýsingum er einnig miðlað í land í rauntíma. Notendur í landi hafa aðgang að vefviðmóti sem sniðið er fyrir tölvur og snjalltæki. Auðvelt er að kalla fram upplýsingar um lykilþætti og skoða á kortum og skýrslum.

Greining, eftirlit og rekjanleiki

Hafsýn geymir söguleg gögn fyrri veiðiferða og býður upp á margskonar greiningu á gögnum. Hægt er að fá samanburð á ýmsum þáttum veiða og vinnslu, sem getur nýtst útgerðum við að greina frávik og að auka hagkvæmni rekstursins. Útgerðarfyrirtækið og hagsmunaaðilar hafa aðgang að uppruna afurðarinnar sem er forsenda fyrir rekjanleika og staðfestingu á sjálfbærni veiðanna.

Skipstjóri heldur utan um allar skráningar á veiðum og vinnslu á einum stað.

Auðvelt aðgengi að upplýsingum fyrir upplýstari ákvörðun um framhald veiða.

Einföldun á skráningum og fækkun tvískráninga.

Miðlun upplýsinga til útgerðar og yfirvalda verður skilvirkari.skipurit skip

Útgerðastjóri í landi fær yfirlit í rauntíma um lykilþætti um veiðar og vinnslu sem auðveldar við að reka skipaflotann á sem hagkvæmastan hátt.

Einfalt aðgengi upplýsinga sparar vinnu og eykur skilvirkni.skipurit útgerð

Vinnlustjórar í landi fá aðgang að afla og tegundasamsetningu, dagalista, meðalstærð og gæði.

Upplýsingar berast fyrr sem auðveldar ráðstöfun afla og skipulagningu vinnslu.skipurit rest

Sölustjórar fá fyrr upplýsingar um afla og framleiðslu skipa sem gefur kost á að hefja söluferli fyrr og hámarka virði afurða.

Betri rekjanleiki auðveldar sölustarf og bætir ímynd fyrirtækis um ábyrgar fiskveiðarskipurit rest

Gæðastjórar nýta tengingu gæðaskráninga við afla og vinnslu.

Einfaldar aðgengi að gæðaprufum og öðrum gæðaskjölum sem tengjast viðkomandi veiðiferð.

Sparar vinnu og fækkar tvískráningum.skipurit rest

Yfirstjórnendur fá samantekt á lykilþáttum veiða, siglingarúthaldi og framlegð.

Hægt er að skoða samanburð margvíslegra þátta sem auðeldar að greina frávik og bætir möguleika á hagræðingu.

skipurit yfirstjórn

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Baffin Fisheries með Hafsýn

Hafsýn afla- og framleiðsluskráningarkerfi var nýlega sett upp um borð í kanadíska frystiskipinu MV Sivulliq sem er í eigu Baffin Fisheries. Hafsýn lausnin einfaldar skráningu um borð og gerir stjórnendum í landi kleift að fylgjast með veiðum og vinnslu um borð. Kanadísk fiskveiðiyfirvöld hafa gefið út að árið 2019... Lesa meira

Velkomin á Hafsýnar básinn í Smáranum

Trackwell mun kynna Hafsýn á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. september. Á sýningunni verður megináhersla lögð á að kynna nýjungar í Hafsýn sem nýtast skipstjórnendum. Þar á meðal nýtt viðmót þar sem auðvelt er að fletta upp eldri köstum og skoða ítarlegar upplýsingar um afla, veiðarfæri, togferil og umhverfisþætti. Trackwell... Lesa meira

Trackwell með erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2016

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Að þessu sinni mun Steingrímur Gunnarsson vörustjóri Hafsýn halda erindi í málstofunni “Tæknibreytingar við fiskveiðar og fiskleit” Heiti erindisins er “Hvernig er hægt að nýta skráningar frá Afladagbókum við skipulag veiða?”. Það er haldið í Málstofu C1, kl. 13.00 þann... Lesa meira